Asni, álfur, bjálfi...
Voðalega var ég vitlaus í gær.
Fór að heiman án þess að taka peningaveskið með mér.
Fattaði ekkert fyrr en ég var komin á hótelið, þar sem ég stóð og gramsaði í vösum og töskum en fann náttúrulega ekkert veski. Sem betur fer veit fólkið á hótelinu hver ég er, eða allavega að ég gisti hjá þeim í hverri viku, þannig að ég fæ að gista og borða.
Á meðan situr veskið á sínum vanastað heima.
Neinei, ekki asni, álfur eða bjálfi. Í okkar fjölskyldu heitir þetta að vera prófessor!!
SvaraEyðaJá prófessoraheilkennið getur verið varasamt og komið manni í klípu, maður þarf bara að læra að lifa með því :)
Kveðja,
Bogga
Ekki fannst mér þetta gáfulegt af mér en prófessorar eru ekki vitringar heldur sérvitringar þannig að ég gæti vel verið einn slíkur...
SvaraEyða