mánudagur, október 08, 2007

Hitt og þetta

Hvað, kominn mánudagur aftur? Damm, hvað tíminn líður hratt.

Það var mikið að gera í vinnunni í síðustu viku en ég gat þó farið heim á fimmtudaginn og unnið heima á föstudaginn. Ég hafði meira að segja tíma til að fara með Lindsey til Tanworth og horfa og hlusta á hana og krakkana úr skólanum hennar í "Harvest festival".

Hávar er að æfa nýtt leikrit með leiklistarhópnum sínum. Það heitir "The Magician's Nephew" og er úr "The Chronicles of Narnia". Þetta eru stórfínir krakkar í þessum hóp og hann á marga góða vini þar. Eftir æfingar á föstudagskvöldið var honum boðið hann í afmælisveislu og það var næstum komið miðnætti þegar hann kom heim. Við Alison vorum dauðþreytt eftir daginn, hún var komin í háttinn en ég varð að vaka eftir honum því hann hafði ekki lykla á sér. Þessir krakkar stækka svo fljótt.

Á laugardaginn fór Hávar svo í litla útilegu með skátunum og kom heim seint í gærdag. Alltaf mikið að gera...

... Líka hjá Lindsey. Hún fór líka í afmælispartý á sunnudaginn og þeman var "Pamper party". Það var lagt á henni hárið og andlitið málað. Svaka flott.

En hjá okkur Alison fór sunnudagurinn í að taka veggfóðrið niður í svefnherberginu okkar. Já, við erum næstum búin að rústa holinu stigaganginum og núna svefnherberginu. Og það gengur ekkert hjá okkur að finna fagmenn. Við lifum bara í voninni að það rætist úr því.

Á meðan rústum við húsinu bara meira.

2 ummæli:

  1. Gangi ykkur vel að finna fegmenn :D
    Sakna ykkar allra :)
    -Sólveig :P

    SvaraEyða
  2. Takk Sólveig mín.
    Til hamingju með afmælið á sunnudaginn. Vonandi áttir þú góðan dag.
    Knús

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...