Vinna og meiri vinna...
Þið verðið að fyrirgefa hvað ég hef verið latur að skrifa. Búinn að vera önnum kafinn við að vinna. Ég hef verið að vinna með fyrirtæki sem heitir Metasolv við verkefni fyrir Cable & Wireless í Bracknell (fyrir vestan London). Hellingur að gera og mikið stress. Ég hef gist í hótelum því umferðin hefur verið svo leiðinleg - slys, vegavinna, o.s.f.v. Ef ég keyri fram og til baka þá er það allavega 5 tímar í keyrslu á dag sem er allt of mikið.
Hávar er að fara í útilegu yfir helgina með skátunum í kvöld. Þeir fara til Blackwell Court sem er aðstaða fyrir skáta í héraðinu. Veðurspáin er þó ekki alltof góð, skúrir alla helgina, en ég er viss um að þeir eigi eftir að skemmta sér vel. Það er hellingur fyrir þá að gera: go-karts, grassleðar, abseiling (sig ??), sundlaug, bogfimi og margt annað.