Svart poppkorn
Við þurfum að kaupa okkur nýjan örbylgjuofn. Sá gamli er ekki ónýtur, virkar ágætlega, en í hvert skyfti sem hann er opnaður ilmar allt af brendu poppkorni.
Við fórum út að skemmta okkur á síðustu helgi og þegar barnapían kom skellti Alison poppkorni í ofninn. En þetta var í fyrsta skyfti sem Alison sá um að poppa og hún stillti klukkuna á 4 mínutur í staðinn fyrir 2 og hálfa og fór svo upp til að bursta á sér hárið eða eitthvað svoleiðis. Þið getið alveg giskað á kvað skeði næst. Brunalykt! Ég hljóp inní eldhús sem var byrjað að fyllast af reyk og henti popp-pokanum út um bakhurðina. Reykskynjarinn fór að væla og mökkurinn var heldur þykkur en ekkert brann. Það var heppni.
Húsið ilmaði í nokkra daga á eftir þó að það er orðið betra. En í hvert skyfti sem við þurfum að nota ofninn köfnum við af brunafýlu. Við þurfum að kaupa okkur nýjan örbylgjuofn!
Oj eins og brend poppkorns likt er ogeðslega vond hehehe, sko kanske var Paul bara svona seður þegar hann keypit okkar örbylgjuofn, en sá er með spes takka sem er fyrir POPPKORN :) ( við völdum hann nú saman, ennnn ) annars varð ég að loftræsta allt hérna í gær, efir bóndann þá, hann fór að baka pönnukökur í morgunmat, og allt var vaðandi í reyk, hihihi .
SvaraEyðaHeyrumst ( vonandi reyklaus ) kær kveðja Sigga