Nálar
Það var voða fínt veður í gær og við fórum öll í hjólreiðarferð til Forge Mill Needle Museum. Í gamladaga var Redditch frægt fyrir framleiðslu á nálum, önglum og þessháttar. Þegar framleiðslan stóð sem hæst voru 90% af öllum nálum í heiminum framleiddar í Redditch. Safnið sýnir hvernig framleiðlan fór fram.
Þegar við komum heim var reynslu okkar af nálum ekki lokið. Alison var að sauma myndir á Brownies búninginn hennar Lindsey og nálin hlýtur að hafa dottið af borðinu á gólfið. Lindsey var á leiðinni í háttinn og steig hún á saumnálina sem rakst djúpt inní ilina á henni. Greyið litla meiddi sig náttúrulega mikið. Það var lán í óláni að nálin hafði ekki rekist í bein og brotnað.
Ææææ...greyið Linsey! Þú verður að kyssa á báttið frá mér! Takk fyrir að hringja um daginn, það vara rosa gaman að heyra í þér.
SvaraEyðaÉg kom úr 3ja daga göngutúr um gamla Kjalveg í gærkvöldi. Þetta var mjög vel heppnuð ferð og fljótlega getur þú séð myndir frá henni á vefnum labbakutar.ir.is Ég á eftir að setja þær inn. Faratækið sem kom okkur á staðinn var svo fornfálegt og bílstjórinn svo mikill böðull að mér fannst barningurinn með bílnum mesta þrekvirkið. Gangan var yndisleg í alla staði, skálarnir skemmtilegir og veðrið fór fram úr björtustu vonum þó að hvasst væri og kalt.
Kveðja til allra,
Ragnheiður