mánudagur, september 11, 2006

Fimm ár síðan 9/11

Það eru heil fimm ár síðan 9/11. Muna ekki allir hvar þeir voru á þeim degi?
Ég var að vinna að verkefni fyrir Cable & Wireless í Birmingham þegar ég fékk símhringingu frá Alison sem var heima og horfði á allt í beinni útsendingu í sjónvarpinu og var að reyna að útskýra fyrir mér hvað hefði skeð. Það var voðalega erfitt að fá upplýsingar. Breskar og amerískar fréttasíður á internetinu virkuðu ekki en mogginn virkaði svona nokkurnveginn og ég varð að þýða fréttirnar fyrir fólkið sem ég var að vinna með.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...