Skólinn er byrjaður
Lindsey byrjaði í skólanum í gær og við fórum öll með henni í skólann. Hún er komin í 3. bekk og er þess vegna í Juniors (í fyrra var hún í Infants) sem hún er stolt af.
Hún er missa tönn númer 3. Tönnin er voða laus og angrar hana og meiðir en hún vill ekki að ég kippi í hana. Hún hlýtur að fara að detta úr. Eitthvað var hún stúrin í morgun og hún var ekkert spent við að fara í skólan, grét bara stelpuanginn. Trúlega vegna þess að tönnin er að angra hana og líka vegna þess að nokkrar af bestu vinkonum hennar frá því í fyrra hafa flutt í annann skóla. Það bætir heldur ekki úr skák að Hávar hefur tveggja daga lengra frí en hún sem henni fynnst náttúrulega grautfúlt. Hann byrjar í skólanum sínum á morgun.
Haustveðrið hefur farið í felur og við erum búin að hafa nokkra ágætis daga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...