mánudagur, september 18, 2006

River Wye

Helgin var reglulega ánægjuleg, sérstaklega sunnudagurinn. Við fórum öll til Ross-on-Wye, með Ron, pabba Alison og Chris systur hennar og börnum. Í Ross fórum við í stutta gönguferð eftir ánni og svo til baka til að fá okkur að borða á góðum veitingastað. Á eftir keyrðum við svo áfram til Symonds Yat þar sem áin Wye sniglast í gegnum fallegt gljúfur (eða þröngan dal). Við gengum þar eftir ánni og veðrið var alveg frábært, sól og logn og allur skógurinn bergmálaði af alskonar dýrahljóðum. Svo fórum við yfir ána á göngubrú og gengum til baka á hinum árbakkanum og tókum svo litla ferju yfir aftur því bílarnir voru auðviðað þeim meginn.

Þegar við höfum farið til Symonds Yat áður þá höfum við venjulega keyrt uppá gilbrúnina og horft á útsýnið þar en þetta var í fyrsta skyftið sem við höfum gengið eftir ánni niðri í gljúfrinu.

Það eru nokkrar myndir frá ferðinni í myndasafninu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...