mánudagur, september 25, 2006

Íslendingar í Redditch

Það er komin viðbótarsending af íslendingum til Redditch, hjón með 3 börn. Hann er að vinna með Magnúsi í Marel og við hittum þau í matarboði hjá Guðrúnu og Magnúsi á laugardaginn. Þetta var skemmtilegt kvöld, góður matur og svo leikir á eftir. Ég veit ekki hvort þeim nýju hafi litist á lýðinn, þau voru frekar hljóð til að byrja með en svo fór þetta allt að ganga. Hann heitir Alli og hún Linda en við höfum ekki hitt börnin (þetta var bara fyrir fullorðna fólkið).

Alison fór líka út á föstudagskvöldið. Þær fóru út saman 10 vinkonur út að borða og dansa og það var líka Robbie Williams "look-alike" sem var að skemmta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...