laugardagur, september 23, 2006

Köngulær

Þetta er búið að vera gott ár fyrir köngulær í Bretlandi, eða svo segja fræðimenn, og ég er sammála. Það er búið að vera mikið um að stórar, feitar og loðnar köngulær komi í heimsókn inní hús. Þessa vikuna erum við búin að drepa 6 slíkar. Alion er stórilla við þær og öskrar hátt þegar hún rekst á þær óvænt. Þær eru lófastórar og snöggar í hreyfingum þannig að maður verður að vera snöggur til að ná þeim.

Ástæðan fyrir þessari risastærð er víst góð tíð síðastliðinn vetur og sumar, þurt og hlýtt. Mér finnst alveg ágætt að hafa köngulær til að halda öllum hinum skordýrunum í skefjum en kanski ekki inni í húsi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...