Helgin er framundan
Útidyrahurðin er loksins komin í lag. Þeir komu hingað tveir karlar í gær, tóku hurðina og karminn í burtu, skiptu um það sem passaði ekki nógu vel og skelltu svo öllu saman aftur og gengu frá.
Þetta lítur mikið betur út núna.
Þá er komin föstudagur og helgin framundan. Við erum að fara í giftingu á morgun. Martin og Kay voru nágrannar okkar (svoleiðis, ekki langt frá) og Alison og Kay hafa verið vinkonur í mörg ár. Þau fluttu til Devon fyrir ári síðan og nú eru þau að fara að gifta sig í Exeter.
Við ætlum að leggja af stað um morguninn og fara á hótel til að skifta um föt áður en við förum í veisluna. Krakkarnir koma líka og Hávar ætlar að prufa að fara í nýju jakkafötin (þið vitið, þessi sem tíndust á leiðinni til Englands en komu svo í leitirnar). Við verðum eins og tvíburar, báðir í eins fötum.
Við komum svo heim á sunnudaginn. Ætli við reynum ekki að finna okkur eitthvað gaman að gera á heimleiðinni.
Mér líst vel á þetta helgarplan hjá ykkur. Þið feðgar berið eflaust af í fínu fötunum :)
SvaraEyðaKveðja,
Bogga
Við eigum eftir að gera það, það er öruggt.
SvaraEyða