miðvikudagur, apríl 18, 2007

Útidyrahurð

Við pöntuðum okkur nýja útidyrahurð áður en við fórum í páskafríið okkar og þeir komu í gær til að skella henni í.

En það er ekkert vandræðalaust.

Gamla hurðin og hliðarglugginn voru rifin út og nýtt sett í staðinn en þegar það var svotil allt að ganga saman þá sér Alison (ég er ennþá í Manchester) að glugginn passar ekki nógu vel við gluggakarminn. Það er stærðar rifa sem verður erfitt að fylla. Karlanginn sem var að vinna við þetta varð að fara heim án þess að hafa klárað jobbið.

Snemma í morgun hringdi Alison fyrirtækið og þeir sendu skoðunarmann strax sem samþykkti að þetta væri ekki nógu gott. Þeir verða að láta smíða annann ramma með glugga sem vonandi verður tilbúinn í lok næstu viku og vonandi passar hann!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...