Má bjóða þér byssu?
Það er varla um annað rætt í fréttum en fjöldamorðin í tækniháskólanum í Virginíu í gær. Bandaríkjamenn eru ekki ókunnugir skólamorðum en 32 skotnir til bana er óhugnanlegt met en svona vilja þeir hafa þetta því ekki ætla þeir að breyta byssulögunum, ó nei. Ég heyrði vitnað í einhvern kana í sjónvarpsfréttunum í morgun þar sem hann sagði að ef aðrir námsmenn við skólann hefðu haft byssur á sér þá hefðu þeir getað skotið byssumanninn niður. Hverskonar hugsun er það?
Það er augljóst að það er alltof auðvelt að ná sér í byssu í bandaríkjunum:
"Hvað ert þú gamall góði?"
"Ég varð átján ára í gær"
"Og áttu nokkuð við geðræn vandamál að stríða?"
"Auðvitað ekki!"
"Það er nú gott. Nú þarf ég bara að athuga hvort þú sért á sakamannaskrá.... Nei, allt hreint. Hvernig byssu viltu fá þér?"
"Þessi þarna lítur vel út....."
Er eitthvað vit í þessu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...