sunnudagur, apríl 29, 2007

Brúðkaupsveisla

Við komum heim í kvöld úr helgarreisunni okkar til Exeter þar sem við vorum viðstödd giftingu hjá vinum okkar. Athöfnin var einföld og góð og svo var veisla á eftir sem var mjög skemmtileg. Veðrið var frábært enda á þetta víst að vera heitasti Apríl í 300 ár.

Það kom smá jarðskjálfti í suðurhluta Englands á laugardagsmorguninn en við fundum ekki fyrir honum. Vissum ekki af neinu fyrr en við sáum fréttirnar í morgun.

Á leiðinni heim frá Devon stoppuðum við í Killerton til að skoða hús (skrítið, bleikt á litinn) og fallega garða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...