Sumarblíða
Hún er ekki amarleg sumarblíðan þessa dagana, 25 stiga hiti um miðjan Apríl. Við borðuðum úti í garði í kvöld, BBQ , salad og bjór. Mmmm.
Við höfum ekki séð mikið af Hávari síðan við komum heim úr fríinu. Hann fór beint í "sleep-over" afmælispartý hjá vini sínum á föstudaginn, í gær fór hann til annars vinar síns og var þar allan daginn og í dag hefur hann verið úti með vinum líka. En hann fer svo í skólann á morgun.
Lindsey hefur bara verið að dunda heima en skólinn hjá henni byrjar ekki fyrr en á þriðjudaginn þannig að hún og Alison ætla að hafa dömudag saman á morgun.
Sjálfur fer ég til Manchester í fyrramálið og verð þar frameftir vikunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...