sunnudagur, apríl 22, 2007

Safari Park

Það er engin lát á skemmtilegheitunum hjá Hávari. Í dag er hann með vini sínum í Safari Park. Gaman hjá honum.

Alison fór til Worchester að versla með vinkonu sinni. Við förum í brúðkaup bráðlega og hana vantar eitthvað til að fara í.

Þannig að það er bara ég og Lindsey heima, og við erum að fara í hjólreiðartúr. Bæ!

1 ummæli:

  1. Það er aldeilis nóg um að vera hjá ykkur! Ég var einmitt að koma úr Húsafelli þar sem við krakkarnir vorum um helgina. Mamma og Helga komu á föstudaginn til okkar og gistu eina nótt og svo kíktu Una Björg og Margrét Freyja á laugardeginum. Alltaf gaman að bregða út af vananum og gera eitthvað óvenjulegt :)
    Knús og kremjur til ykkar allra,
    Bogga og co.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...