Atvinnuhugleiðingar
Síðustu tvær vikurnar hef ég verið að vinna með fyrirtæki sem heitir Metasolv að verkefni fyrir Cable & Wireless í Bracknell. Það er gott að vera farinn að vinna að alvöru verkefni aftur (þó að það er ekki langt) því áður en við fórum í sumarfríið okkar í Frakklandi, og í nokkrar vikur á eftir, var voðalega lítið að gera. En það virðist vera farið að glæðast til.
Ég hef verið að velta því fyrir mér í nokkurn tíma að fara að vinna sjálfstætt. Ég er búin að senda CV-ið mitt (starfsreynslulýsing ??) á eina internet leitarvél fyrir IT fólk og er farinn að heyra frá atvinnuskrifstofum sem vilja skaffa mér vinnu sem sjálfstæður ráðgjafi en þetta eru yfirleitt störf í London eða Hollandi. Hvað fynnst ykkur, á ég að skella mér í þetta?
Hljómar spennandi!
SvaraEyðaHljómar mjög athyglisvert - en þessu fylgir auðvitað einhver áhætta. Við erum í auknum mæli farin að leita til sjálfstætt starfandi forritara hérna hjá fyrirtækinu, en ég hef góða reynslu af bæði rúmenskum og rússneskum forriturum - og þeir eru ótrúlega ódýrir. Held hins vegar að ráðgjöfin sé eitthvað sem þessar cheap-labor þjóðir eiga erfitt með að keppa við... eða hvað?
SvaraEyða