Troðningur
Þegar ég hef verið að ferðast til London síðastliðna 12 mánuði eða svo hef ég yfirleitt farið með lest frá Birmingham til London Euston og gengið þaðan þangað sem ég var að vinna.
Síðustu vikurnar hef ég þurft að skreppa nokkrum sinnum til London með lest en þurft að taka neðanjarðarlestina á háannatímanum, 20 mínútur í níu. Það dálítið fyndið að fylgjast með örtöðinni. Þetta er heill hafsjór af fólki sem troðar sér niður rúllustigana, í gegnum miðahliðin, niður fleyri rúllustiga og útá platformin. Þar er beðið eftir lest og það þarf yfirleitt ekki að bíða lengi, aðeins ein eða tvær mínútur á milli, en það er troðningurinn í lestunum sem mér fynnst fyndinn. Það er alveg eins og í teiknimyndum þar sem fígúrurnar eru með andlitin þrýst uppað rúðunum og geta sig ekki hreyft. Lestirnar eru fullar þegar þær koma, nokkrir fara út og svo troðast eins margir inn og hægt er. Þeir sem eru næst hurðunum verða að gæta sín að þær klippi ekki höfuðið af þeim þegar þær skellast aftur. Þeir sem komast ekki inn verða bara að bíða eftir næstu lest. Á endanum hættir örtröðin og lestirnar verða aftur hálffullar.
Sem betur fer þarf ég ekki að ferðast langt því það er ekki þægilegt að standa í svona þrengslum. Og sem betur fer þarf ég ekki að ferðast svona oft en það er hellingur af fólki sem þarf að gera þetta uppá hvern dag.
Sumir eru bara heppnari en aðrir.
æ, ekki myndi ég nenna þessu upp á hvern dag... Umferðarteppur einkenna reyndar líka Reykjavík á annatíma og er það m.a. ástæða þess að ég bý ekki þar :)
SvaraEyðaBest að halda sig á rólegum stað bara.
Kveðjur til allra,
Bogga