Ice Polls
Ég flaug til Glasgow í gær og fer aftur heim á morgun. Á hótelinu var ég að horfa á sjónvarpið með öðru auganu þegar það byrjaði þáttur sem tók athyggli mína, Ice Polls. Þetta var fréttapistill um Ísland eftir Sally Magnússon. Hún er dóttir Magnúsar Magnússon sem er trúlega þekktasti íslendingur á Bretlandseyjum, en hann dó fyrr á árinu. Hann fluttist hingað með foreldrum sínum þegar hann var ungur en hann er frægastur fyrir að hafa séð um spurningaleikinn Mastermind í sjónvarpinu um áraraðir.
En þessi pistill um Ísland var um umræðuna um stækkun álversins í Straumsvík og önnur svipuð málefni um stóriðju á Íslandi, sérstaklega þar sem kosningarnar eru að byrja. Hún spjallaði þar við forsetann, forsetisráðherrann og aðra pólítíkusa og einnig almenning sem var annaðhvort með eða á móti stóriðju. Það var líka rætt um Kárahnjúkavirkjun og álverið á austurlandi. Það var líka minnst á að Google og Microsoft hefðu áhuga á að koma up stórtækum tölvubúnaði á landinu vegna þess að raforkan er umhverfisvæn í framleiðslu á Íslandi.
Ég held að þessi þáttur var aðeins sýndur í sjónvarpinu hérna í Skotlandi en mér fannst sértaklega gaman af honum.
Blessaður! Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Ég er nýkonin heim frá Gautaborg en ég fór þangað með nemendur til að keppa í alþjóðlegu hárgreiðslumóti. Við komum heim með silfur og brons sjá ir.is og mbl.is og var ferðin sérlega ánægjuleg. Helgina á undan fórum við Sigga til Amsterdam í vel heppnaða vinkonuferð þannig að ég hef verið á faraldsfæti. KNús og kveðja til ykkar allra.
SvaraEyðaR-