laugardagur, september 02, 2006

Haust

Það er komið haust. Það var allavega haust í dag. Vindgustar léku sér útum allt og fannst gaman að hrista laufið úr trjánum og jafnvel brjóta greinar. Það var líka úðarigning.
Hér eru allir nema ég búnir að vera slappir með magaverk í allan dag, sérstaklega Hávar. Við fórum í litla gönguferð í kvöld til að hressa uppá okkur (það var hætt að rigna) og gangstígurinn var þakinn greinabútum, akornum og laufum. Kominn september og sumarið búið.
Annars er ekki hægt að kvarta, sumarið er búið að vera frábært. Og ég er viss um að sumarið er ekki alveg búið. Við eigum eftir að fá fleiri góða daga. Alveg viss um það.

4 ummæli:

  1. Sæll, Ingvar minn, ég er að prófa þetta. Láttu mig vita ef þú færð þetta. Allt gott að frétta. Hér er indælt sumarveður þessa dagana. Við pabbi þinn gengum á Esju í gær í sólskini en dálitlum vindi, útsýnið var frábært. Í dag harðsperrur og hvíld. Kær kveðja til ykkar allra.

    SvaraEyða
  2. Flott hjá þér mamma að vera fyrst að skrifa komment hjá mér. Vona að harðsperrurnar fari fljótt. Bestu kveðjur

    SvaraEyða
  3. Hæ elsku Ingvar! Velkominn heim úr fríinu. Ég las ferðasöguna og sá líka á öllum skemmtilegu myndunum að þið áttuð góðar stundir í Frakklandi. Ég ætla að merkja nýju síðuna og kíkja við reglulega :)

    Bið að heilsa öllum,
    þín Helga.

    SvaraEyða
  4. Blessaður Ingvar!
    Það er öllu aðgengilegra að commenta á þig hérna, maður þarf ekki lykilorð eða neitt ;)
    Flott mál, ég held áfram að fylgjast með hérna.
    Kveðjur til allra,
    Bogga og co.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...