Fleyri hljóðfæri
Lindsey er nokkuð góð á blokkflautunni sinni, getur spilað nokkur lítil lög og hefur gaman af. Kennarinn sem kennir henni tónlist fékk hana til að prufa alvöru flautu fyrir nokkrum vikum og Lindsey varð ofslega spennt og vildi endilega fá flautu sjálf. Við vildum ekki kaupa flautu strax því þær geta verið nokkuð dýrar, þannig að við tókum eina á leigu. Hún er búin að hafa hana í fáeinar vikur og reynir á hverjum degi en hún á dálítið erfitt með að fá úr henni almennilegt hljóð. Hún er trúlega of stór fyrir hana. Það er hægt að fá flautur sem eru bognar og því auðveldari fyrir stutta handleggi en við sjáum til.
Um daginn fór hún í heimsókn til vinkonu sinnar sem er að læra á fiðlu, og þegar ég sótti hana hélt hún "tónleika" fyrri mig. Á eftur sagði hún að hún vildi frekar læra á fiðlu því það var miklu auðveldara að ná úr henni hljóði heldur en flautunni.
Aaarrrgh...