laugardagur, nóvember 18, 2006

Gönguferð yfir Malvern

Hávar fór snemma í morgun með nokkrum félögum úr skátunum í gönguferð yfir Malvern hæðirnar. Hann var útbúinn með bakpoka og nesti og skemmti sér voðalega vel. Þegar hann kom heim klukkan fimm hafði hann bara smá tíma til að fá sér að borða og svo fór hann í afmælisveislu hjá einhverri stelpu úr bekknum hanns. Hann var að koma heim rétt í þessu og er orðinn ansi þreyttur. Það er búið að vera mikið að gera hjá gaurnum í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...