sunnudagur, nóvember 05, 2006

Glaumbær

Í gærkvöldi fórum við Alison með vinum okkar Alison og Gerry til Birmingham. Alison á afmæli daginn á undar mér og við gerum oft eitthvað saman um þetta leiti til að halda uppá afmælisdaginn okkar. Við fórum á The Glee Club sem er staður þar sem brandarakarlar fara á kostum. Við fengum okkur að borða þar og svo var mikið hlegið á eftir. Þetta var voða gamam.

Í kvöld er bonfire night og það eru brennur hingað og þangað og mikið um flugelda og sprenginar. Veðrið er frábært fyrir svoleiðis hluti en við ætlum bara að halda okkur heimavið og horfa á dýrðina út um gluggan.

1 ummæli:

  1. En sú tilviljun, ég var einmitt að horfa á myndina "V for vendetta" um helgina. Hún á að gerast einhvern tíman í framtíðinni þegar allir eru búnir að gleyma Guy Fawkes og því sem gerðist 5. nóvember og haldið er upp á með þessu bonfire night! Reyndar var myndin ekkert sérstök en samt...:)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...