miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Hrekkjavaka

Í gær var hrekkjavaka og það var dálítið um heimsóknir frá litlum djöflum og nornum sem voru eftir nammi.

Lindsey fékk vinkonu sína í heimsókn eftir skólann og þær bökuðu kökur með Alison. Um kvöldið fóru þær klæddar í búningum í heimsóknir til nokkura vina. Lindsey var svartur köttur og vinkonan var norn. Voða gaman.

Hávar er auðvitað orðinn alltof gamall til að standa í svona barnalátum en hann lét sig hafa það að fara aðeins út með félögum sínum þegar þeir bönkuðu uppá hjá okkur í sínum búningum. Það er alltaf gaman að fá nammi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...