miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Eldhúsinnrétting

Það er kominn tími á eldhúsið hjá okkur. Uppþvottavélin gaf upp öndina fyrir nokkrum vikum, ísskápurinn er orðinn gamall, slitinn og alltof lítill og þvottavélin er háöldruð líka. Það þarf líka að endurnýja skápana þannig að við erum að spá í að endurnýa allt í eldhúsinu og endurhanna útlitið líka.

En það stoppar ekki þar.

Brennarinn fyrir gaskyndinguna er í eldhúsinu og við viljum færa hann inn í skáp á efri hæðinni til að gefa okkur meira pláss í eldhúsinu en til að gera það þarf nýjar gas og vatnslagnir.

Rafmagnstaflan í húsinu er gamaldags með víraöryggjum í staðin fyrir rofa og við þurfum að endurnýja hana á sama tíma og lagt verður í eldhúsið.

Og svo þarf að ákveða hvaða tæki fara í eldhúsið, hvar þau eigi að vera, velja innréttingu og hönnun á henni, velja flísar á gólfið og veggina, o.s.f.v.

Þetta á eftir að verða heljar verkefni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...