mánudagur, nóvember 13, 2006

Einelti

Lindsey hefur ekki skemmt sér voðalega mikið í skólanum síðustu vikurnar. Nokkrar stelpur í bekknum hennar hafa lagt hana í dálítið einelti, komið inn á milli vina hennar og útilokað hana frá leikjum. Hún var hætt að vilja fara í skólan á morgnanna og kom oft grátandi heim.

Við Alison fórum og töluðum við skólastjórann og hann talaði svo við Lindsey og bekkinn en það virtist ekki hafa nein áhrif. Við reyndum svo að kenna Lindsey að svara fyrir sig og vera ekkert smeyk við þessar stelpur og þar virðist hafa virkað. Hún er miklu ánæðari núna, kemur stolt heim og segir okkur frá hvernig hún hafði svarað fyrir sig þegar stelpurnar hafi angrað hana, og gerir það nógu hátt svo að kennarinn og allir hinir krakkarnir heyri líka. Þá verða þær skömmustulegar og hætta.

Flott hjá henni !

2 ummæli:

  1. Æ, en leiðinlegt að heyra. Gott að hún ræddi þetta við ykkur. Enginn á að þurfa þola einelti, og það er einmitt málið að bera höfuðið hátt og svara fyrir sig. Það eru gerendurnir sem eiga við vandamál að stríða, ekki Lindsey.
    Áfram Lindsey! You go girl ;)

    SvaraEyða
  2. Krakkar geta verið grimmir. Gott að Lindsey svari nú fyrir sig. Þið hafið tekið rétt á þessu.

    Vonandi hætta þær alveg þessum leiðindum. Skilaðu stóru knúsi til litlu frænku frá okkur :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...