föstudagur, nóvember 03, 2006

Enn eitt ár...

Þá er maður orðin enn einu árinu eldri. Lindsey litla söng "happy birthday to you" fyrir mig í símann í morgun sem var gaman. Ég ætlaði að vinna heima í dag en planið breyttist og ég varð að gista í Bracknell og er hér í dag líka en vonandi kemst ég heim á góðum tíma því við ætlum út að borða í kvöld og Ron tengdapabbi líka. Morgunmaturinn á hótelinu í morgun var góður og þeir höfðu meira að segja skotskan Haggis á boðstólum sem er svipaður og lifrapylsa, bara betri. Mmmm.

Fyrsta næturfrost vetrarinns var í gærmorgun og svo aftur í morgun og ég varð að skafa frostið af bílnum áður en ég lagði af stað í vinnuna. En það er gullfallegt úti, heiðskírt og stillt.

3 ummæli:

  1. Til hamingju með daginn Ingvar okkar!! Vonandi áttu góðan afmælisdag og skemmtu þér vel með fjölskyldunni í kvöld.
    Knús og kremjur,
    Bogga og co.

    SvaraEyða
  2. Innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn! Hafið það rosa gott :o)
    Kveðja frá okkur öllum
    Ragnheiður og lið

    SvaraEyða
  3. Til hamingju með afmælið elsku Ingvar :)
    Helga og Pétur.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...