Þeysingur
Það er búinn að vera þeysingur á mér síðustu daganna.
Verkefnið sem ég hef verið að vinna að í Bracknell átti að vera búið síðasta fimmtudag og næsta verkefnið, sem er með THUS í Manchester, byrjaði á föstudaginn. An á mánudaginn varð ég að fara aftur til Bracknell til að hjálpa þeim aðeins og svo ætlaði ég að byrja á fullu í Manchester í gær. Fór þangað og var búinn að panta hótel fyrir næstu 3 nætur en þá komu upp einhver vandræði í Bracknell. Ég varð að afpanta hótelið, fara heim og svo til Bracknell snemma í mogun. Planið var að fara aftur til Manchester á morgun en það hefur breyst og ég verð að vera hérna á morgun líka þannig að ég ætla að gista hér. Svo er planið að fara aftur til Manchester á föstudaginn.
Þetta er endalaus þeysingur og umferðin er ekkert til að grínast með :-)
Ertu ekki með hljóðbækur eða eitthvað sniðugt til að hlusta á þegar þú þarft að sitja í umferðarteppu?
SvaraEyðaMaður verður að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt. Annars eru þetta tóm leiðindi ;)
Gangi þér annars sem best með verkefnið!!
Ég hlusta yfirleitt á ClassicFM í útvarpinu sem er voðalega aflsappandi og gerir langar ferðir mikið betri.
SvaraEyða