Nýtt verkefni
Þá er maður kominn til Manchester aftur. Ég kláraði verkefnið í Bracknell á föstudaginn var en einhverra hluta vegna gátu þeir ekki farið "live" á helginni (ekki það sem ég var að vinna að). Vonandi lagfæra þeir það í þessari viku.
Þetta byrjar rólega hér hjá Thus. Ég er bara að lesa gamlar skrár og gögn til að undibúa mig . Ég er reyndar ekki búinn að fá það á hreint hvað það er sem ég á að gera en það kemur allt í ljós.
Ég tók krakkana í innanhúss klifur á helginni. Lindsey fer þangað í afmælisveislu í vikunni og okkur langaði bara að prufa þetta og athuga hvort hún hefði gaman af því.
Auðvitað hafði hún gaman af því !!
Við tókum líka einn af vinum Hávars með til að hafa ofan af fyrir honum, því ég varð að fylgjast með litlu dömunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...