Leyndarmálið er upplýst
Við höfum haldið Íslandsförinni leyndri frá börnunum hingað til en það var farið að vera alltof mikið um að við Alison glöprum einhverju út úr okkur um "þegar við förum til Íslands" eða eitthvað "um jólin". Og það verður alltaf erfiðara að koma með útskýringar sem halda vatni. Í gærkvöldi ákváðum við að segja þeim frá leyndarmálinu og Alison skrifaði nokkrar gátur á sneppla sem við földum út um allt hús. Krakkarnir urðu svo að finna sneplana og ráða gáturnar. Síðasta gátan var sundurklippt setning sem las "Við förum til Íslands yfir jólin" (eða eitthvað á þá leið) þegar rétt var raðað saman.
Krakkarnir eru alveg himinlifandi og geta ekki beðið. Hávar gat ekki sofið í nótt því hann var svo spenntur.
23. Des 2006 - 2 Jan 2007 - Sjáumst þá !!
Við fórum til Stratford-upon-Avon í gær og þar eru komnar jólaskreytingar upp um allan bæ. Við sáum líka nokkur íbúðarhús þar sem jólaljósin voru komin útí glugga. Mér hefur alltaf verið illa við hvað þetta byrjar alltaf snemma en ætli maður verði ekki að vera snemma í þessu sjálfur þetta árið, annars er það ekki þess virði að setja neitt upp, við verðum ekki hérna til að njóta þess.
Frábært að krakkarnir eru spenntir fyrir Íslandsferðinni. Við hlökkum mikið til að sjá ykkur ;)
SvaraEyðaKv. Bogga og co.
Oh, ég fékk alveg gæsahúð þegar ég las þetta! Samgleðst svo með krökkunum :D
SvaraEyðaHlakka svooo til, lalala!!