Blokkflautusnillingur
Lindsey er að læra að spila á blokkflautu í skólanum. Við höfum átt flautu síðan Hávar var lítill og Lindsey hefur verið að blása í hana öðru hverju en þetta hljómaði alltaf eins og einhver væri að kyrkja kött. Til að ná nótum úr flautunni söng hún eða purraði og blés á sama tíma. Hræðileg óhljóð. En núna, eftir að hafa farið í nokkra kennslutíma, er hún orðin nokkuð góð (allavega mikið betri). Hún spilar einföld barnalög úr nótnabókinni sinni og heldur tónleika fyrir okkur.
Hún á líka eldgamalt orgel sem amma hennar átti þegar hún var lítil og gaf henni. Það er með rafmagnsmótor sem blæs lofti fyrir nóturnar. Hún hefur verið að stauta sig við að spila á það líka. Við verðum endilega að kaupa almennilegt hljóðfæri fyrir hana þar sem hún er farin að sýna sig sem smá "snillingur".
Mikið er annars gaman hvað þið eruð orðin dugleg við að kommentera hjá mér. Þetta er allt annað líf. Ég er ekki vanur því að fólk lesi þetta bull hjá mér.
Prinsessan tekur sig svaka vel út með flautuna ;)Auðvitað er hún snillingur, ekki spurning!
SvaraEyðaKemur hún ekki með flautuna mér sér um jólin og heldur jólatónleika fyrir okkur?
Sé og heyri þetta fyrir mér :)
SvaraEyðaHvernig hefur annars gengið að halda íslandsferðinni leyndri fyrir krökkunum? Hafa þau enga hugmynd ennþá?
Íslandsferðin er ennþá leyndarmál en þau eru farin að spyrjast fyrir um hvort jólin verði haldin hjá okkur eða systur Alison þetta árið. Við sjáum til hvernig gengur að halda þessu áfram.
SvaraEyða