Hvað á ég að gera?
Síðustu vikurnar hef ég verið að sækja um ýmis störf sem sjálsfstæður ráðgjafi og hef heyrt frá mörgum atvinnuskrifstofum en yfirleitt hefur það kælt á þeim þegar ég skýri út fyrir þeim að ég sé ekki búinn að segja upp störfum, heldur sé ég að bíða eftir starfi sem getur beðið í 4 vikur, sem er uppsagnartíminn hjá mér. Ég vill nefnilega spila þetta öruggt og ekki fara í neinar ógötur. En fyrr í þessari viku kom eitt starf upp sem er möguleiki en vandamálið við það er að það er í Hatfield sem er bær fyrir norðan London. Það tekur alltof langan tíma til að fara þangað með lest (margar skyftingar) og umferðin á götunum gerir það ógerlegt að keyra þangað á hverjum degi (meira en 3 tímar hvora leið), þannig að ég yrði að gista þar sem er auka kostnaður. En þetta er gott starf og góð laun.
Ég fór og spjallaði við yfirmann minn og útskýrði fyrir henni hvað ég var að plana en hún vildi að ég biði aðeins með þetta meðan hún athugaði hvort hún gæti komið með annað tilboð frá CACI. Daginn eftir kom hún með tilboð með launahækkun uppá 33%. Það er ekki auðvelt að fúlsa við svona tilboði þannig að ég er í vandræðum með að ákveða hvort ég ætti að stoppa þar sem ég er eða takast á við nýtt starf.
Hvað á ég að gera?
Ég verð að ferðast við það sem ég er að gera en það eru alltaf dagar inn á milli þegar sem ég get unnið heima. Ég þekki líka alla sem ég er að vinna með og þetta er ágætis lið. Vandamálið er að það er ekkert alltof mikið um stór verkefni eins og er.
Hitt starfið er gott og verkefnið er stórt en það verður endalaust hótellíf. Launin væru aðeins betri en þó ekkert alltof mikið.
Þetta er erfið ákvörðun hjá þér Ingvar minn og ég öfunda þig ekki. Þú verður bara að taka saman plúsana og mínusana. Meiri tími með fjölskyldunni er stór plús og það er launahækkunin líka. En ef það er lítið um stór verkefni framundan, er þá ekki minna af vinnu fyrir þig að hafa hjá CACI?
SvaraEyðaÞetta er strembið, gangi þér vel að ákveða þig.
Kv. Bogga
Það er alltaf eitthvað að gera en það er betra að vinna að stórum og góðum verkefnum því það lítur betur út á CV-inu (ferilskránni).
SvaraEyðaÞú ert greinilega dýrmætur hjá CACI, þeir vilja ekkert missa þig. Það hlýtur að telja eitthvað á CV ;)
SvaraEyðaEr ekki bara málið að þiggja 33% launahækkunina en halda samt áfram að leita að betri tilboðum. Kannski dúkkar upp vinnutilboð nær þínum heimahögum með betri launum innan tíðar.
Þú ert í sterkri stöðu og þetta er spennandi fyrir þig. Leyfðu þeim bara að bítast um þig :)
Gangi þér vel að gera upp hug þinn,
Helga.
Þetta er einmitt niðurstaðan sem ég komst að. :)
SvaraEyða