Conkers
Lindsey fékk eina af vinkonum sínum (Katie) í heimsókn í gær . Við fórum með þær í göngutúr í grend við Packwood House og söfnuðum "conkers" hnetum. Katie er mikil útivista stelpa og hefur gaman að svoleiðis hlutum. Hún er líka svolítið slysagjörn. Það var einn lítill pollur á stóru túni og hún vildi vaða í hann í stígvélunum sínum en pollurinn var aðeins of djúpur, vel uppfyrir hné, þannig að hún varð heldur blaut og drullug. En þær höfðu mikið gaman þessu. Hún svaf hjá okkur um nóttina og fór heim í morgun.
Hávar er komin heim eftir ævintýraferð um skipaskurðina í nágreninu. Blautur en ánægður - það er búið að haugrigna í allan dag. Þeir fóru í gegn um 17 skipastiga, sem er erfiðisvinna, og urðu svo að fara sömu leið til baka.
Alltaf gaman að lesa um lífið ykkar kallinn minn. Kveðja til allra frá okkur.
SvaraEyðap.s. myndir frá göngu á Skessuhornið síðasta sunnudag í endemis blíðu á labbakutar.ir.is
Hæ Ragnheiður.
SvaraEyðaSvakalega hlýtur þetta að hafa verið gaman að ganga á Skessuhornið í þessari blíðu. Frábærar myndir.