föstudagur, október 27, 2006

Ákvörðun

Takk fyrir tilmælin frá ykkur, Bogga og Helga. Ég er búinn að taka tilboðinu um launahækkun og hafna verkefninu í Hatfield. Það gerði ákvörðunina auðveldari að fá launahækkunina því það hefði ekki verið gaman að gista alla daga á hótelum og geta ekki séð fjölskylduna. Núna get ég bara tekið því rólega við að leita að réttu verkefni á réttum stað.

2 ummæli:

  1. Þetta er glæsilegt, til hamingju með þetta! Ég kíkti í klippingu til Ragnheiðar í gær og hún sýndi mér þessar mögnuðu myndir úr fjallgöngu í Borgarfirðinum - mér skilst að þú hafir séð nokkrar þeirra. Í dag var hins vegar ekki svona blíða, heldur eitt mesta úrhelli sem verður á íslenskan mælikvarða. Ég vorkenndi frekar mikið hjólreiðamanninum í Skútuvoginum í morgun!! En jæja, bið kærlega að heilsa til Redditch :)

    SvaraEyða
  2. Góð ákvörðun og skynsamleg :)

    Njóttu þess að skoða þig um og fá hærri laun á meðan. Ég bara óska þér til hamingju með þetta!!

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...