laugardagur, október 28, 2006

Ítalía

Það er heldur farið að hitna í kolunum fyrir Íslandsferðina okkar yfir jólin og það er farið að plana samkomur. Við systkynin mín, systrabörnin hennar mömmu og makar ætlum öll að fara til Ítalíu á milli hátíðana. Þetta er veitingastaðurinn Ítalía, ekki landið við Miðjarðahafið sem lítur út eins og stígvél. Þetta verður gaman, við höfum ekki hist svona öll saman síðan ég man ekki hvernær. Var það ekki á ættarmóti á suðurlandi fyrir mörgum (6?) árum?

Við Alison erum orðin voðalega spennt en krakkarnir vita ekkert um Íslandsferðina ennþá. Það verður gama að sjá á þeim andlitin þegar við segjum þeim frá því.

2 ummæli:

  1. Til hamingju með ákvörðunina! Hún var góð finnst mér ;)´
    Við hlökkum líka til að hitta ykkur öll um jólin og Ítalía verður frábær!!
    Kveðja,
    Bogga

    SvaraEyða
  2. Sæll
    Jónas Ingi her.
    Flott hja ykkur að koma i heimsokn a klakan hehe
    Hlakka til að sjá ykkur.
    Bestu kveðjur
    Jónas Ingi

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...