Sýningarhelgi
Það var mikið að gera hjá Alison þessa helgina. Johnsons Coaches (þar sem hún vinnur) hafa árlega sýningu í skólanum hanns Hávars í Henley til að kynna nýja ferðabæklinginn sinn. Það kemur hellingur af fólki til að panta ferðir og til að fá sér te bolla og kökur. Hávar fór og aðstoðaði við sýninguna á laugardaginn, sá til að allt stafsfólkið hafði nóg að drekka borða. Hann stóð sig ofsalega vel og allir hældu honum mikið. Á sunnudaginn fór Alison svo aftur í vinnuna til að vinna úr pöntununum sem höfðu verið teknar.
Þegar hún kom heim fórum við í hjólreiðatúr niður að vatninu. Veðrið var voðalega gott og það lá við að það hafi verið vor í lofti. Hitinn 15-17 stig og við sáum meira að segja stóra drekaflugu á sveimi.
Nú er breski sumartíminn búinn og búið að seinka klukkunni þannig að tíminn hér hjá okkur er sá sami og á Íslandi. Morgnarnir verða bjartari en það skyggir fyrr.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...