Patrol Leader
Hávar er búinn að hækka í tign hjá skátunum og er orðin "Patrol Leader" sem þýðir að hann er einhverskonar foringi yfir nokkrum strákum í sínum hóp en það eru 3 hópar í skátagrúppunni hanns. Hann er náttúrulega voðalega ánægður með þetta og það kom honum líka nokkuð á óvart. Hann var nýbúinn að skyfta um grúppu, bara búinn að vera þar í fáeinar vikur, og var ekkert að búast við að fá titil. Ég er ekki alveg viss um hvað fylgir þessum titli en hann verður víst að draga fánann upp og niður þegar þeir hittast og segja einhverjar skipanir. Ég er viss um að hann á eftir að standa sig vel.
Hér er farið að kólna og við erum nýfarin að kynda upp í kotinu á kvöldin. Suma daga (eins og í dag) er hálf nöturlegt útivið, kuldagjóla og suddi, en aðra daga er getur verið alveg yndælt. Fyrr í vikunni var heiðskýrt og sól og heitt undir suðurveggnum þar sem ég er að vinna og mér var hugsað til Kirkjubóls og suðurveggjarinns þar. Við krakkarnir fórum þar stundum í sólbað og fannst nokkuð heitt en þegar það var gengið fyrir hornið á húsinu og maður stóð í hafgjólunni þá varð manni hálf kalt. Þetta var einmitt svona hérna, heitt undir suðurveggnum en kul í golunni handan við hornið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...