Nú er það svart...
Svakalega var morgunhimininn svartur þegar ég lagði af stað í vinnuna í morgun. Ég legg venjulega af stað um 6:30 (þegar ég vinn í og við London) og það hefur verjulega verið stutt í morgunroðann, en í morgun var skýað að suddi og kolniðamyrkur. Sem betur fer á það ekki eftir að gerast mikið lengur því breski sumartíminn breytist á síðasta sunnudegi í octóber og fer þá aftur um einn tíma (sami tími og á Íslandi). Bjartari morgnar en dimmri kvöld.
Hávar fer í annann leiðangur með skátunum á helginni. Þeir ætla að fara í siglingu um skipaskurði hérna í grendinni. Þeir gista á bátnum í þrjár nætur og svo verða þeir að koma sér í gegnum heilmargar skipaliftur (locks). Ætti að vera ævintýri fyrir þá.
Annars eru krakkarnir í hálfannar-fríi frá skólanum alla næstu viku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...