Dýrt hótel
Ég gat hvergi fundið hótel í Bracknell í gær, þar sem ég er að vinna, en á endanum fann ég herbergi á Holiday Inn í Maidenhead. En það var ekkert smá dýrt, £180 fyrir eitt lítið herbergi sem var alveg ágætt en þó ekkert frábært. Ég er vanur að gista á stöðum sem kosta minna en helming af þessu og þá er morgunmatur oft innifalinn og herbergið yfirleitt stærra. Ekki vildi ég borða kvöldmatinn í þessu okurhúsi svo ég fór í göngutúr inn í miðbæinn og fékk mér góða steik. Morgunmaturinn kostaði mig svo heil £11 en það verður að segjast að hann var góður og ég átt svo mikið að ég á ekki að þurfa að borða aftur fyrr en seint í kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...