laugardagur, október 14, 2006

Tom Jones

Við Alison vorum að koma heim af tónleikum með Tom Jones í kvöld. Það voru ódýrir miðar að ganga þar sem Alison er að vinna því þau höfðu ekki náð að selja þá alla. Hún fékk fjóra miða og við fórum með vinafólki okkar. Þetta var ágætis skemmtum þó að þetta er ekki mússík sem höðvar sérstaklega til mín. Hann hefur ennþá góða rödd karlinn og hann svitnar alveg ofsalega. Skyrtan hanns var alveg rennandi blaut af svita þegar hann fór úr jakkanum, og ég meina rennandi blaut. Hann söng blöndu af gömlum og nýjum lögum (gömlu lögin eru mikið betri) en það var sama hvað hann söng, hann fékk alltaf jafn góðar móttökur frá kvennþjóðinni.

2 ummæli:

  1. Ha, höfðar Tommi ekki til þín?? Skrýtið. Þetta minnir mig á það þegar ég fór á show með Björgvini Halldórssyni á Broadway í fyrra. Hann höfðar einmitt ekkert sérstaklega til mín en það var hrikalega gaman að fylgjast með kvenþjóðinni þarna!! Þær beinlínis héngu fram af svölunum og görguðu á hann alveg að missa sig greyin... Þessir gömlu hafa þetta greinilega ennþá ;)

    SvaraEyða
  2. Hann hefur þetta ennþá. Röddin er góð en eitthvað er hann orðinn stirður. Sveiflurnar og mjaðmahnykkirnir voru dálíðið stirðlegir en það hafði engin áhrif á öskrin í dömunum.
    Það var gaman að heyra frá þér á Skype í gær.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...