mánudagur, október 02, 2006

Blautir skátar

Hávar kom heim úr útilegunni með skátunum í gær, skemmti sér víst rosalega vel og hafði margar sögur að segja. Þeir fengu ágætisveður á laugardaginn en það var ansi blautt á sunnudaginn, aðalega seinnipartinn. Það rigndi svo hart þegar ég var að sækja hann að fólk varð að stoppa á götunum því það var ekki hægt að sjá neitt og þegar keyrt var undir trjám ringdi líka yfir mann akornum og littlum greinum. Vegirnir urðu eins og ár og bílarnir eins og bátar. Þetta var skrítin þrumuskúr því það stytti up og sólin fór að skýna og himininn var blár í eina mínútu áður en þetta byrjaði allt aftur.

Lindsey fékk vinkonu sína í heimsókn á laugardaginn fram á sunnudag og við fórum með hana í sund.

4 ummæli:

  1. Gaman hvað þú ert iðinn að blogga Ingvar minn. Frábært að geta kíkt hingað og skyggnst inn í heim ykkar.

    Skilaðu góðu knúsi til krakkanna og konunnar. Hugsa oft til ykkar og hlakka ofsalega til að sjá ykkur!! Það styttist sko í það :)

    Þín Helga.

    SvaraEyða
  2. Já rosa gaman að lesa þessi skrif og komast í meiri nálægð við Redditch-gengið! Helga var að benda mér á þetta og nú er nýja síðan komin í bookmarks. Heyrumst síðar og skilaðu kveðju í bæinn.

    SvaraEyða
  3. Jæja Ingvar minn. Nú er ég loksins orðin tæknivædd! Komin með Skype og vefmyndavél og allar græjur ;) Notendanafnið mitt á Skype er bjorgbj, endilega addaðu mér hjá þér.
    Bið að heilsa öllum sem ég þekki í Rauðaskurði!!!
    Bogga

    SvaraEyða
  4. Hæ,hæ!
    Alltaf gaman að kíkja :o)
    Hafið það sem best...
    ...knús og kossar,
    Ragnheiður

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...