laugardagur, mars 17, 2007

Dovedale

Hávar lagði af stað í gærkvöldi í helgarferð til Dovedale með skátunum. Þeir verða þar fram á sunnudag. Í dag eru þeir að ganga 10 mílur með bakpoka og græjur og engin fullorðin með þeim, bara chekpoint aðra hverja mílu. Þeir verða að lesa á kort og finna leiðina sjálfir. Á sunnudaginn verður bara slappað af áður en lagt verður af stað heim.

Hann er mikið betri í maganum en þó ekki alveg nógu góður en vonandi verður hann í lagi. Þeir sem stjórna þessu vita af því og segja að ef hann treystir sér ekki til að klára þá verði það allt í lagi.

Þarna á myndinni er hann með bakpokann sinn, tilbúinn að leggja í hann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...