Hasar
Fyrir fáeinum vikum, þegar Alison var í helgarreisu með vinnunni, vorum við Lindsey heima að taka til þegar við heyrðum þennan mikla hávaða fyrir utan. Við litum út um alla glugga en gátum ekki séð neitt. Það var ekki fyrr en við fórum út að við sáum að það var lögregluþyrla svotil fyrir ofan okkur. Þarna hékk hún í rúman hálftíma og ég tók þessa mynd af henni en ég vissi aldrei hver ástæðan var fyrir þessu.
Í fyrradag fór Alison út að borða með vinkonum sínum og þá frétti hún af því sem gerðist. Það voru víst einhverjir strákar, um 15 ára gamlir, í byssuleik og voru að elta hvorn annan á milli húsana og trjánna og einhver hafði hringt í lögregluna og haldið að þeir væru að þessu með alvöru byssur. Þyrlan var þarna til að fylgjast með en svo voru vopnaðir lögreglumenn sendir á staðin. Strákarnir voru náttúrlega handteknir á staðnum, eða svoleiðis. Ég veit ekki alveg hvernig þetta endaði en strákarnir eru komnir á glæpamannaskrá fyrir leik sinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...