fimmtudagur, mars 01, 2007

Hvað er RSS?

Helga frænka spyr: Hvað er RSS?

RSS er skammstöfun fyrir Really Simple Syndication. Þetta og eru XML skrár sem eru notaðar til að gefa út lista af fréttum eða bloggum Þessir listar eru svo lesnir af RSS lesurum sem geta verið hugbúnaður á tölvunni eða vefsíður á netinu.

Ég nota RSS til að fylgjast með bloggsíðum og fréttum af Mogganum, BBC og svoleiðis. Ég er búinn að prufa nokkra en sá sem mér líkar best við er NetVibes. Til að fylgjast með bloggum eða fréttum verður þú að gerast áskrifandi af RSS listanum. Hann er best fundið með því að leita af RSS merkinu sem er oftast þar sem addressan af vefsíðunni er á vafaranum en stundum er merkið einhverstaðar á síðunni.

Til dæmis er RSS-ið fyrir bloggin minn: http://ingvarbjarnason.blogspot.com/feeds/posts/default

RSS gerir það mikið auðveldara að fylgjast með bloggsíðum og svoleiðis. Ég er alltaf með NetVibes opið og kíki á reglulega ef eitthvað nýtt hefur bæst við.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...