þriðjudagur, mars 27, 2007

Glasgow

Ég gisti á voða fínu Thistle hóteli í gær. Ég kom mér fyrir og fór svo í labbitúr um bæinn. Glasgow er mikið flottari en ég var að búast við. Þeir sem ég hafði spurt sögðu að það væri ekkert varið í borgina, full af glæpamönnum og húsum í niðurníðslu. Það er eflaust eitthvað um svoleiðis lagað en ég var bara hrifinn af miðbænum. Ég ætlaði bara í stuttan labbitúr en það var alltaf eitthvað sem ég vildi skoða lengra í burtu. Gömul og stórfalleg hús, járnbrautastöðvar, Town Hall, listasöfn og endalausar verslunargötur. Það voru reyndar allar búðir lokaðar eða að loka en það var gaman að skoða byggingarnar og göturnar. Og vegna þess að Breski sumartíminn (GMT+1) byrjaði á sunnudaginn er bjartara á kvöldin.

Síðustu vikurnar hefur Hávar verið mjög slæmur í maganum og hefur tekið nokkra daga frá skólanum og við höfum stundum orðið að sækja hann heim um miðjan daginn. Í síðustu viku tók Alison hann enn einu sinni til læknisins sem stakk upp á að hætta að gefa honum brauð í smá tíma til að athuga hvort hann væri með ofnæmi fyrir hveiti. En Alison vildi gera betur en það og tók hann algerlega af öllu sem inniheldur hveiti eða gluten í matnum sem hann borðar og hann hætti að kvarta um magaverk strax daginn eftir. Við ætlum að halda þessu áfram í nokkra daga til að vera viss og gefa honum svo smátt og smátt hitt og þetta með hveiti og athuga hvort verkurinn kemur aftur (eða ekki).

2 ummæli:

  1. Vonandi er þetta lausnin á magapínunni hans Hávars. Það ætti að koma fljótt í ljós.
    Varstu búinn að heyra með hann Trausta? Flott hjá kallinum ;)
    Kveðja, Bogga

    SvaraEyða
  2. Þetta er voða flott hjá honum. Meira hér.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...