Í næstu viku...
Ég ætla að skreppa til Glasgow í nokkra daga í næstu viku. Höfuðstöðvar “Thus” (fyrirtækið sem ég er að vinna fyrir) eru þar. Það á að setja up nýjan hugbúnað og ég ætla að fylgjast með og kanski læra eitthvað (??).
Vikuna þar á eftir förum við fjölskyldan til Cornwall í páskafríið okkar. Heilar tvær vikur og engin vinna! Það verður frábært, vonum bara að veðrið verði gott.
Það er naumast þú ert á flakkinu. Gæti hugsað mér að fara til Cornwall. Örugglega æðislegt. Endilega taktu svolítið af myndum fyrir okkur hin frostbitnu hér heima á klakanum.
SvaraEyðaKveðja, Helga
Að keyra til Manchester, taka lest til London eða fljúga til Glasgow er flakk og er þreytandi til lengdar.
SvaraEyðaAð keyra til Cornwall, þó að það taki 5-6 tíma, er frí og tvær vikur í fríi er frábært.
Það verða teknar myndir og ég læt ykkur sjá nokkur sýnishorn.