Severn Bore
Ég var að lesa grein um "The Severn Bore" í blaði yfir morgunkaffinu áðan og datt í hug að deila fróðleik með ykkur.
Áin Severn er ein af þeim stærri í Bretlandi og ármynnið er sérstaklega stórt og það er ástæðan fyrir því að þar er næstmesti munur á milli flóðs og fjöru í heiminum, um 14.5 metrar. Þegar það flæðir að gengur flóðbylgja upp ánna. Nokkrum sinnum á ári eru flóðin sérstaklega stór og þá getur bylgjan orðið meira en 2 metra há. Það var víst ein svoleiðis á helginni og þá fóru brimbrettagarpar á staðinn til að spreita sig. Heimsmet í lengsta brimbrettabruni var set á þessari á fyrir nokkrum árum þó að það hafi verið betrumbætt síðan.
14oghálfurmetri!!!
SvaraEyðaAkranes færi á bólakaf... og svo er einnig um flesta bæi sem ég þekki :)
Mesti munur á flóði og fjöru er í Bay of Fundy í Nova Scotia, heilir 17 metrar.
SvaraEyðaÞað færi fleira á kaf en Akranes þar.