miðvikudagur, mars 14, 2007

Ný talva

Ég fékk nýja tölvu fyrir vinnuna á föstudaginn í síðustu viku. Það var svo sem ekkert að þeirri gömlu, sæmilega kraftmikil og allt það en skjárinn fór ekki hærra en 1024*768 sem er ekkert ef maður notar flókinn hugbúnað með helling af gluggum og listum og þess háttar. Sú nýja er aðeins kraftmeiri og skjárinn er bjartur, skarpur og fer upp í 1400*1050, allt annað líf. En það tekur smá tíma að millifæra allan hugbúnaðinn sem maður notar frá degi til dags. Ég dundaði aðeins við það á helginni og svo er ég í Manchester þessa vikuna og ætti að klára þetta. Ég sit hérna uppá hótelherbergi og er að reyna að ganga frá þeirri gömlu því hún á að fara til London á morgun með Demo kerfi en það er að gera mig vitlausan. Ekkert virðist vika.... Argh!

Annars rakst ég á svolítið sniðugt pluggin fyrir Firefox vafarann minn; Íslenska orðabók sem ritskoðar það sem ég er að skrifa. Það ætti að vera minna um ritvillur hjá mér þegar ég er að blogga en það stoppar mig ekki frá því að skrifa rugl og vitleysu.

Verð að fara að sofa. Bæ!