fimmtudagur, mars 15, 2007

Ónæðisöm nótt

Ég hafði frekar ónæðisama nágrana á hótelinu í síðustu nótt. Þeir voru fullir og voru að rífast eitthvað um penginga og svo spörkuðu þeir og lömdu í húsgögn og veggi. Ég hringdi niður á skiftiborð og þeir komu upp tvisvar til að byðja þá um að taka því rólega. Á endanum fóru þeir að sofa en þá var klukkan orðin hálf þrjú. Þetta er er óvenjulegt því hingað til hefur ekkert gerst á meðan ég er þar.

Allir nota Google, er það ekki? Vitið þið af Google Calculator? Hann er innbyggður inn í Google og þegar spurt er stærðfræðilegrar spurningar eins og "123*456" eða "6 foot 2 inches in cm" þá kemur Google Calculator með svarið. En það eru víst líka nokkrir brandarar byggðir inn, eins og þegar spurt er: "the answer to life the universe and everything", þá er svarið 42.

Ég get varla beðið eftir afmælinu mínu, þá fæ ég öllu svarað!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...