Afmælisbarn
Lindsey á afmæli í dag, orðin 8 ára gömul.
Auðvitað vaknaði hún snemma því hún var svo spent, allir þessir pakkar! Hún var voða ánægð með sitt og fór glöð í skólann með nammi til að gefa krökkunum.
Það var foreldrakvöld í gær og það var ekkert nema gott að frétta af því hvernig henni gengur við námið. Það eina sem við þurftum að koma á framfæri var að hún skilar ekki alltaf af sér heimaverkefnunum, þau gleymast og sitja bara í skólatöskunni. Það virðist vera að hún gleymi að skila af sér á réttum tíma og er eitthvað smeyk við að gera það daginn eftir. En það er búið að lagfæra það og hún veit núna að hún getur skilað af sér verkefnum þó að það sé aðeins of seint.
Til hamingju með afmælið kæra Lindsey *knús*
SvaraEyðaÞökk sé snilldarjólagjöf Helgu og Péturs þá man maður bara alltaf eftir afmælum þessa árs ;)
Hafið það gott öll sömul,
Bogga
P.s. Hver skyldi verða gestur númer 1000? Spennan magnast!
Ekki er nú spennan mikil. Þetta trítlast voðalega hægt uppávið. En það eru alltaf einhverjir sem kíkja við og skoða þannig að það er þess virði að halda þessu áfram.
SvaraEyðaTil hamingju með prinsessuna.
SvaraEyðaMér finnst hún svo ótrúlega lík henni Sólveigu frænku sinni, og þá er hún líka pínku lík mér þegar ég var lítil :-)
Kveðja,
Helga
Það er alveg rétt hjá þér Helga, hún er voðalega lík Sólveigu. Og þegar maður hugsar útí það, dálítið lík þér. Það eru einhver gen þarna á reiki frá Neðri Knarrartungu.
SvaraEyðaHappy birthday, dear Lindsey
SvaraEyðakveðja
frá Olason family